Bíll valt við framúrakstur

vf/Hilmar

Bíll valt í Kúa­gerði á Reykja­nes­braut fyrr í kvöld. Var ökumaður henn­ar að reyna framúrakst­ur á innri ak­braut. Ökumaður hlaut lít­il­væg meiðsl.

Við framúrakst­ur­inn missti ökumaður­inn vald á bíln­um sem fór út af veg­in­um, á milli ak­brauta en síðan upp á innri ak­braut­ina aft­ur og þaðan út af veg­in­um. Það eru Vík­ur­frétt­ir sem skýra frá þessu.

Bif­reiðin er nokkuð skemmd og var fjar­lægð með drátt­ar­bíl.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert