Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur, hefur verið ráðinn tímabundið til forsætisráðuneytisins til að sinna ráðgjöf í efnahagsmálum, einkum á sviði peninga- og fjármálamarkaðar. Tryggvi hefur verið forstjóri fjármálafyrirtækisins Askar Capital en fær leyfi frá þeim störfum í sex mánaði.
Áður var hann forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og prófessor í hagfræði. Hann hefur doktorspróf í hagfræði frá Árósaháskóla. Tryggvi hefur störf 1. ágúst nk.