Geir fær efnahagsráðgjafa

Tryggvi Þór Herbertsson.
Tryggvi Þór Herbertsson. mbl.is/Valdís

Tryggvi Þór Her­berts­son, hag­fræðing­ur, hef­ur verið ráðinn tíma­bundið til for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins til að sinna ráðgjöf í efna­hags­mál­um, einkum á sviði pen­inga- og fjár­mála­markaðar. Tryggvi hef­ur verið for­stjóri fjár­mála­fyr­ir­tæk­is­ins Ask­ar Capital en fær leyfi frá þeim störf­um í sex mánaði.

Áður var hann for­stöðumaður Hag­fræðistofn­un­ar Há­skóla Íslands og pró­fess­or í hag­fræði. Hann hef­ur doktors­próf í hag­fræði frá Árósa­há­skóla. Tryggvi hef­ur störf 1. ág­úst nk.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert