Nauðsynlegt að ná niður verðbólgu

Tryggvi Þór Herbertsson.
Tryggvi Þór Herbertsson.

„Mitt hlut­verk verður að aðstoða for­sæt­is­ráðherra við að leiða sam­an fólk til að koma með lausn­ir," seg­ir Tryggvi Þór Her­berts­son, sem skipaður hef­ur verið  efna­hags­ráðgjafi for­sæt­is­ráðherra til sex mánaða.

„Ég er ekki töframaður, frek­ar en aðrir, en ég ætla að leggja mitt ýtr­asta af mörk­um til þess að aðstoða við að hrinda í fram­kvæmd því sem er í und­ir­bún­ingi, koma með nýj­ar hug­mynd­ir og al­mennt að aðstoða for­sæt­is­ráðherra í því hlut­verki hans að vera ráðherra efna­hags­mál­anna."

Tryggvi Þór sagði við Morg­un­blaðið, að ekki megi skilja ráðningu hans til sex mánaða á þann veg að gert sé ráð fyr­ir að verk­efn­inu verði lokið inn­an þess tíma. „En við skul­um vona að við verðum kom­in áleiðis."

Hann seg­ir m.a. nauðsyn­legt að ná niður verðbólg­unni því nái hún að grafa um sig muni það leiða til mik­ill­ar kjararýrn­un­ar fyr­ir al­menn­ing.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert