Spennar bilaðir í Sultartangastöð

Bilaður spennir í Sultartangastöð.
Bilaður spennir í Sultartangastöð.

Enn hefur orðið bilun í spenni í Sultartangastöð og verður stöðin því ekki í rekstri fram til ágústloka. Eftir það verður stöðin rekin á hálfum afköstum til áramóta. Landsvirkjun segir, að ekki sé ástæða til að ætla að viðskiptavinir verði fyrir óþægindum vegna þessara bilana. Ætla megi að heildarkostnaður Landsvirkjunar vegna bilananna verði 150-200 milljónir króna.

Alvarlegar bilanir urðu í spennum í Sultartangastöð á síðasta ári. Annar spennirinn komst í rekstur í febrúar sl. með því að nota varahluti úr hinum. Ætlunin var að gangsetja seinni spenninn í lok apríl en það tóks ekki þar sem önnur spólan af tveimur nýjum hafði orðið fyrir hnjaski á leið til landsins og reyndist ónothæf. Ný spóla í þann spenni er væntanleg og reiknað er með að spennirinn komist í gagnið um mánaðamótin ágúst/september nk.

Síðastliðinn föstudag sló þeim spenni sem kominn var í rekstur út. Að sögn Landsvirkjunar kom í ljós við skoðun að um er að ræða skemmd á spólu og viðgerð verður ekki lokið fyrr en eftir 5-6 mánuði því langur afgreiðslufrestur er á búnaði af þessu tagi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert