Stórt álver kallar á virkjun Skjálfandafljóts

Frá álveri ALCOA viið Reyðarfjörð.
Frá álveri ALCOA viið Reyðarfjörð. Mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Náttúruverndarsamtök Íslands segja, að ef áform Alcoa um álver á Bakka, sem framleiðir 346 þúsund tonn á ári, verða að veruleika þurfi að virkja Skjálfandafljót og hugsanlega einnig Jökulsár austari- og vestari í Skagafirði. Þau virkjunaráform séu mjög umdeild, miklu umdeildari en virkjun jarðvarma á Þeistareykjum.

Þá segja samtökin, að slíkt álver losi um það bil 600 þúsund tonn af gróðurhúsalofttegundum árlega. Alcoa, sem vegi þungt í kolefnishagkerfinu, geri nú kröfur um að íslensk stjórnvöld styðji svo kallaða geiranálgun í samningum um framhald Kyoto-bókunarinnar eftir 2012. Það þýði að einstökum iðngeirum verði sett losunarmörk óháð landamærum.  

Náttúruverndarsamtök Íslands segjast krefjast þess að stjórnvöld setji fram skýra náttúruverndarstefnu og mörk fyrir Alcoa og önnur stóriðjufyrirtæki að vinna eftir. Slík stefna eigi að byggja á ítrustu kröfum um náttúruvernd og sé í samræmi við niðurstöður vísindasamfélagsins um lífsnauðsynlegan samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Hvorugt liggi fyrir enn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert