Tveir svindlarar á ferð

Tveir svindlarar eru nú á ferð um Suðurland og hafa þeir gabbað afgreiðslufólk verslana. Ekki er búið að leggja fram kæru vegna málsins.

Tilkynnt var í dag um að tveir karlmenn hefðu komið í verslun Bónus á Selfossi og haft fé af afgreiðslufólki.Grunur leikur á að mennirnir hafi leikið sama leikinn annars staðar.

Svindlið fer þannig fram að mennirnir taka upp stór seðlabúnt og segjast vilja skipta fénu yfir í tvö þúsund og fimm þúsund króna seðla. Hætta þeir svo við skiptin en tekst á einhvern hátt að halda eftir peningum verslunarinnar án þess að afgreiðslufólk verði þess vart.

Tókst mönnunum þannig að svíkja út á fimmta tug þúsunda í Bónus. Verslunin hefur farið yfir myndbönd tekin úr öryggismyndavélum en hefur ekki lagt fram kæru enn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert