Tveir svindlarar á ferð

Tveir svindlar­ar eru nú á ferð um Suður­land og hafa þeir gabbað af­greiðslu­fólk versl­ana. Ekki er búið að leggja fram kæru vegna máls­ins.

Til­kynnt var í dag um að tveir karl­menn hefðu komið í versl­un Bón­us á Sel­fossi og haft fé af af­greiðslu­fólki.Grun­ur leik­ur á að menn­irn­ir hafi leikið sama leik­inn ann­ars staðar.

Svindlið fer þannig fram að menn­irn­ir taka upp stór seðlabúnt og segj­ast vilja skipta fénu yfir í tvö þúsund og fimm þúsund króna seðla. Hætta þeir svo við skipt­in en tekst á ein­hvern hátt að halda eft­ir pen­ing­um versl­un­ar­inn­ar án þess að af­greiðslu­fólk verði þess vart.

Tókst mönn­un­um þannig að svíkja út á fimmta tug þúsunda í Bón­us. Versl­un­in hef­ur farið yfir mynd­bönd tek­in úr ör­ygg­is­mynda­vél­um en hef­ur ekki lagt fram kæru enn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert