Uppreisn ellinnar

Fyrir fimm árum lá Árni Valdimarsson fyrir dauðanum, umkringdur fjölskyldu og vinum.  Fyrir kraftaverk fékk hann heilsuna aftur og lifir nú eins og hver dagur sé sá síðasti.

Hann segir elliheimili og þjónustuíbúðir aldraðra almennt ekki skemmtilega staði. Fólk eigi ekki að sitja í sama stólnum allan daginn og stara sljóum augum fram fyrir sig.

Hann hefur innréttað gamalt hraðfrystihús á Eyrarbakka og búið til fjórar íbúðir í skrifstofuálmu hússins fyrir  skapandi fólk sem vill eldast með stíl.  

Íbúðirnar eru til sölu fyrir rúmar þrettán milljónir og þeim fylgir sextíu fermetra vinnuaðstaða. Það sem íbúarnir búa til geta þeir selt í vinnslusal frystihússins. Þar er núna  veitingasala, flóamarkaður og vísir að bílasafni.

Ungir og gamlir taka höndum saman um helgar til að gera Flóamarkaðinn eftirsóknarverðan, en þar er að finna kompudót, listmuni, handavinnu og ýmislegt fleira. Ítarlegt viðtal verður við Árna í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert