Uppreisn ellinnar

00:00
00:00

Fyr­ir fimm árum lá Árni Valdi­mars­son fyr­ir dauðanum, um­kringd­ur fjöl­skyldu og vin­um.  Fyr­ir krafta­verk fékk hann heils­una aft­ur og lif­ir nú eins og hver dag­ur sé sá síðasti.

Hann seg­ir elli­heim­ili og þjón­ustu­íbúðir aldraðra al­mennt ekki skemmti­lega staði. Fólk eigi ekki að sitja í sama stóln­um all­an dag­inn og stara sljó­um aug­um fram fyr­ir sig.

Hann hef­ur inn­réttað gam­alt hraðfrysti­hús á Eyr­ar­bakka og búið til fjór­ar íbúðir í skrif­stofu­álmu húss­ins fyr­ir  skap­andi fólk sem vill eld­ast með stíl.  

Íbúðirn­ar eru til sölu fyr­ir rúm­ar þrett­án millj­ón­ir og þeim fylg­ir sex­tíu fer­metra vinnuaðstaða. Það sem íbú­arn­ir búa til geta þeir selt í vinnslu­sal frysti­húss­ins. Þar er núna  veit­inga­sala, flóa­markaður og vís­ir að bíla­safni.

Ung­ir og gaml­ir taka hönd­um sam­an um helg­ar til að gera Flóa­markaðinn eft­ir­sókn­ar­verðan, en þar er að finna kompu­dót, list­muni, handa­vinnu og ým­is­legt fleira. Ítar­legt viðtal verður við Árna í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert