Hættu við að senda bílana út

Bílar við Ingvar Helgason hf.
Bílar við Ingvar Helgason hf. mbl.is/Frikki

Bílaframleiðandinn Nissan hefur gert samkomulag við Ingvar Helgason, umboðsaðila sinn á Íslandi, um að bjóða ákveðinn fjölda bíla sinna á allt að einnar milljónar króna afslætti. Mun tilboðið standa frá og með morgundeginum. Er þetta gert til að leiðrétta birgðastöðu Ingvars Helgasonar.

Nýskráningum bíla hér á landi hefur fækkað um helming miðað við sama tíma í fyrra og seldum nýjum bílum að sama skapi. Þar sem Ingvar Helgason pantar bíla allt að fimm mánuði fram í tímann og salan hefur minnkað hratt undanfarna mánuði situr Ingvar Helgason nú uppi með dágóðan fjölda af óseldum bílum. Upphaflega vildi Ingvar Helgason endursenda bílana. Það varð þó ekki raunin heldur náðist samkomulag um að veita kaupendum afslátt og reyna þannig að grynnka á bílhafinu á hafnarbakkanum.

„Þetta er alveg einstakt hér á landi að bílaframleiðandi komi svona inn í þjóðfélagslegt vandamál,“ segir Skúli K. Skúlason, framkvæmdastjóri þjónustusviðs. Almennt myndi bílaumboðið þurfa að leysa þetta vandamál á eigin spýtur og er þetta því nokkur fengur fyrir umboðið. Svo ekki sé talað um íslenska bílakaupendur.

Eðlilega er þó ekki tóm manngæska á bak við þetta fyrirkomulag. Nissan taldi hag sínum betur borgið með þessu móti en með því að flytja bílana og koma þeim í verð annars staðar. „Þeir sjá hag fyrir sig, þeir sjá hag fyrir okkkur og þeir sjá hag fyrir Íslendinga,“ eins og Skúli orðar það. Þrífætti þursinn „Það hafa komið svona lægðir en ég hef nú verið í þessum bransa í sautján ár, eins og segir í góðu kvæði, og ég hef ekki séð þetta svona,“ segir Skúli um ástandið á bílamarkaðnum.

Það sem hann kýs að kalla þrífættan þurs segir hann vera orsökina. Fætur hans þrír séu óhagstætt gengi, lánakreppan og olíuverðið. Lánakreppan hefur verið fólki fjötur um fót í bílakaupum þar sem lánastofnanir hafa að undanförnu ekki viljað veita 100% fjármögnun. Skúli segir að viss lánastofnun hafi fallist á að veita 100% myntkörfulán fyrir þeim bílum sem verða með afslættinum. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert