Liðsstyrkur í baráttuna

Tryggvi Þór Herbertsson.
Tryggvi Þór Herbertsson.

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að með því að ráða Tryggva Þór Herbertsson, forstjóra fjárfestingabankans Askar Capital, sem efnahagsráðgjafa forsætisráðherra til sex mánaða sé ætlunin að styrkja forsætisráðuneytið enn frekar í baráttunni við aðsteðjandi efnahagsvanda.

Staða efnahags- og fjármála hér heima og erlendis hefur valdið miklu álagi í forsætisráðuneytinu, að sögn Geirs. Hann telur að Tryggvi verði mjög öflugur liðsauki og er ánægður með að hafa fengið hann til starfa. Geir telur að Tryggvi henti ákaflega vel til starfans og bendir á að hann hafi verið prófessor í hagfræði og forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ, auk þess að vinna í bankaheiminum.

„Mitt hlutverk verður að aðstoða forsætisráðherra við að leiða saman fólk til að koma með lausnir,“ segir Tryggvi Þór. „Ég er ekki töframaður frekar en aðrir, en ég ætla að leggja mitt ýtrasta af mörkum til þess að aðstoða við að hrinda í framkvæmd því sem er í undirbúningi, koma með nýjar hugmyndir og almennt að aðstoða forsætisráðherra í því hlutverki hans að vera ráðherra efnahagsmálanna.“

Verðbólgu verður að ná niður

Í hnotskurn



Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert