Lögregla á Suðurnesjum ræðir við mótmælendur

Fólkið klifraði m.a. upp í byggingarkrana.
Fólkið klifraði m.a. upp í byggingarkrana. vf.is/Hilmar Bragi

Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum í Helguvík um tíu leytið í morgun.  Mótmælendur samtakanna Saving Iceland stöðvuðu þar vinnu við fyrirhugað álver og læsti hluti hópsins sig við vinnuvélar og aðrir klifruðu upp í krana.

Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum fóru nokkrir lögreglumenn á vettvang til þess að kanna aðstæður og ræða við mótmælendur.  Lögregla segir mótmælin hafa gengið rólega fyrir sig.

Saving Iceland setti upp búðir á Hellisheiði um síðustu helgi. Samtökin segja aðgerðunum í Helguvík vera ætlað að vekja athygli á eyðileggingu jarðhitasvæða á suð-vestur horni landsins og mannréttinda- og umhverfisbrotum Century í Afríku og á Jamaíka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert