Minnkandi bensínsala

Mikið var að gera á bensínstöðvum í gær enda helgi …
Mikið var að gera á bensínstöðvum í gær enda helgi framundan.

„Sala hefur minnkað í ýmsum tegundum eldsneytis en ekki öllum. Mest er minnkunin í flugvélaeldsneyti, en salan hefur líka minnkað í bensíni,“ segir Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri hjá N1. Þó minnkunin sé orðin sjáanleg í bílabensíni kveður hann það ekki minnkun sem marki nein djúp spor enn sem komið er.

Hann segir brugðist við þessu hjá fyrirtækinu með því að hafa lengra á milli sendinga til landsins og með því að breyta samsetningu þeirra.

Magnús vill ekki nefna prósentur um minnkunina og segir lengri tíma þurfa til að sjá trúverðugar tölur í þeim efnum. Sveiflur geti verið nokkrar á milli einstakra mánaða. Hann býst við meiri samdrætti í haust þegar ferðalög sumarsins klárast.

Vanir því að sjá söluna vaxa

Már Erlingsson, innkaupastjóri hjá Skeljungi, segir sölutölur komnar út fyrir vikmörk í áætlunum félagsins. Þau vikmörk þurfi því að endurskoða fyrir næstu áætlanir fram í tímann. „Við erum vanir að horfa á þetta vaxa ár frá ári. Þeim vexti er lokið, en maður veit ekki hvað það varir lengi,“ segir Már. Minnkunin sé aðeins rétt byrjuð að koma fram, en hann búist frekar við því að hún komi fram þegar líður á næsta haust.

Að sögn viðmælenda hjá Olís er minnkun ekki farin að skila sér í minni innflutningi eða breyttum áætlunum á þeim bænum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert