Minnkandi bensínsala

Mikið var að gera á bensínstöðvum í gær enda helgi …
Mikið var að gera á bensínstöðvum í gær enda helgi framundan.

„Sala hefur minnkað í ýmsum tegundum eldsneytis en ekki öllum. Mest er minnkunin í flugvélaeldsneyti, en salan hefur líka minnkað í bensíni,“ segir Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri hjá N1. Þó minnkunin sé orðin sjáanleg í bílabensíni kveður hann það ekki minnkun sem marki nein djúp spor enn sem komið er.

Hann segir brugðist við þessu hjá fyrirtækinu með því að hafa lengra á milli sendinga til landsins og með því að breyta samsetningu þeirra.

Magnús vill ekki nefna prósentur um minnkunina og segir lengri tíma þurfa til að sjá trúverðugar tölur í þeim efnum. Sveiflur geti verið nokkrar á milli einstakra mánaða. Hann býst við meiri samdrætti í haust þegar ferðalög sumarsins klárast.

Vanir því að sjá söluna vaxa

Að sögn viðmælenda hjá Olís er minnkun ekki farin að skila sér í minni innflutningi eða breyttum áætlunum á þeim bænum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert