Segir ráðningu efnahagsráðgjafa sýna vandræðagang

Tals­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar töldu skip­un Tryggva Þórs Her­berts­son­ar sem efna­hags­ráðgjafa for­sæt­is­ráðherra yf­ir­leitt vera af hinu góða, þegar álits þeirra var leitað í gær, en þeir höfðu samt sín­ar at­huga­semd­ir.

„Ekki veit­ir nú blessuðum for­sæt­is­ráðherr­an­um af að reyna að styrkja eitt­hvað sig í glím­unni við efna­hags­mál­in," sagði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður VG. „Jafn­mikið og lengi og ég hef hvatt hann til þess að reyna að taka sér tak í þeim efn­um þá kæmi það úr hörðustu átt ef ég færi að gagn­rýna það að hann reyni að styrkja ráðuneytið með meiri sér­fræðiþekk­ingu á þessu sviði. Ég ætla ekki að leggj­ast gegn því nema síður sé. Ein­hverj­ir mundu segja að hann hefði fyr­ir löngu þurft að vera bú­inn að fá sér liðsauka – að minnsta kosti til að koma ein­hverju í verk." Stein­grím­ur sagðist ekki hafa neitt gott um Tryggva að segja, það litla sem hann þekkti hann.

Guðni Ágústs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, kvaðst ekki hafa neitt út á Tryggva að setja, hann sé fær maður, en sagði að ráðning hans kæmi sér á óvart og sýndi vand­ræðagang­inn inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

„For­sæt­is­ráðherra er með fullt af ráðgjöf­um hjá sér í ráðuneyt­inu og fjár­málaráðherr­ann með ann­an eins hóp hjá sér ef þetta snýr að efna­hags­mál­um. Hag­fræðing­arn­ir í Seðlabank­an­um eru fjöru­tíu og Seðlabank­inn heyr­ir und­ir for­sæt­is­ráðherra," sagði Guðni.

Ekki náðist í Guðjón A. Kristjáns­son, formann Frjáls­lynda flokks­ins, en Krist­inn H. Gunn­ars­son, formaður þing­flokks frjáls­lyndra, kvaðst telja ráðningu efna­hags­ráðgjaf­ans frem­ur já­kvætt skref. „Það er nauðsyn­legt að all­ir legg­ist á eitt við að ná tök­um á efna­hags­mál­un­um. Ég vænti þess að ætl­un for­sæt­is­ráðherra með þess­ari ráðningu sé ein­mitt að vinna að því. Ég tel þetta frek­ar skref í rétta átt og vona að eitt­hvað gott komi út úr því."

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert