Bauð málverk til sölu

Lögregl­an á Vest­f­jörðum handt­ók í síðustu viku egy­psk­an farands­ölum­ann á Ísaf­irði sem hafði verið á ferð í byggðarlögum á norðanverðum Vest­f­jörðum og lí­klega víðar um land.  Maðurinn hafði gengið í hús og boðið til sölu olíu­m­álv­erk og ann­an va­rning. 

Að sögn lögregl­unnar á Vest­f­jörðum hef­ur maðurinn  hv­orki dva­lar- né at­vinnu­ley­fi hérlend­is.  Hann er gr­unaður um að hafa flutt va­rninginn ólög­l­ega til lands­ins og skorti hann jafnframt nauðsy­nleg ley­fi til sölu­m­enns­kunnar.  Talið er að at­f­erli manns­ins sé m.a. brot á tollalögum, lögum um at­vinnu­rétt­indi út­lend­inga, lögum um verslunar­at­vinnu og lögregl­u­s­amþykkt Ísafj­arðar­bæj­ar.

Maðurinn gisti fang­agey­m­s­lur á Ísaf­irði á meðan mál hans var ranns­akað og s.l. miðvi­kudag ákvarðaði Héraðsd­ó­m­ur Vest­fj­arða að maðurinn sky­ldi vera í far­banni til 21. júlí sa­mkvæÂ­mt beiðni lögregl­ust­jórans á Vest­f­jörðum. 

Lagt hef­ur verið hald á 905 my­nd­ir og muni sem tilh­ey­ra manninum auk nokku­rs af fjár­m­unum.  Ranns­ókn máls­ins er lokið og hef­ur lögregl­ust­jóri þegar gefið  út ák­æru á hend­ur manninum, sem er fr­jáls ferða sinna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert