Engir ísbirnir fundust

Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði við leitina að hugsanlegum ísbjörnum.
Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði við leitina að hugsanlegum ísbjörnum. bb.is/Halldór

Leitað var á Horn­strönd­um í nótt að hugs­an­leg­um ís­björn­um, sem ferðafólk á svæðinu taldi sig hafa séð í gær­kvöldi. Leitað var bæði úr lofti og af sjó en ekk­ert fannst og seg­ir lög­regl­an á Ísaf­irði, að lík­legt sé að um mis­sýn hafi verið að ræða.

Lög­regl­an á Vest­fjörðum fékk til­kynn­ingu klukk­an  21 í  frá göngu­hópi, sem var á ferð skammt frá Hvanna­dals­vatni  milli Horn­vík­ur og Hæla­vík­ur á Strönd­um. Taldi fólkið sig hafa séð tvo ís­birni á ferð í svo­nefnd­um Skála­kambi. Sáu göngu­menn­irn­ir sáu tvo hvíta bletti í fjall­inu, sem voru horfn­ir þegar þeir komu þangað aft­ur nokkru síðar.

Þar sem vitað var að á svæðinu eru marg­ir ferðamenn, fór lög­regla að kanna með manna­ferðir þarna, með það fyr­ir aug­um að tryggja ör­yggi þeirra sem þarna voru. 

Björg­un­ar­skipið Gunn­ar Friðriks­son frá Ísaf­irði var kallað út og það sent áleiðis norður á Hornstrand­ir með tvo lög­reglu­menn um borð.  Þá var þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar, TF-GNÁ, send vest­ur til að aðstoða við leit á svæðinu.  Einnig var haft sam­band við ferðaþjón­ustuaðila sem sjá um ferðir með ferðamenn á Hornstrand­ir og rætt við menn sem þekkja svæðið vel. 

Upp úr miðnætti var þyrla gæsl­unn­ar kom­inn á svæðið og var búið að hafa sam­band við þá ferðamenn sem vitað var um að væru þarna og þeir látn­ir vita. Þyrl­an leitaði svæðið fram til kl. 2:30 að hún snéri til Ísa­fjarðar og í fram­haldi af því var farið yfir stöðuna. Var síðan ákveðið að hætta frek­ari aðgerðum þar sem talið var lík­legt að um mis­sýn hafi verið að ræða. 

Lög­regl­an á Vest­fjörðum seg­ir, að all­ar svona til­kynn­ing­ar séu tekn­ar al­var­lega og mál­in skoðuð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert