Ísbirnir á Hornströndum?

Tveir ísbirnir hafa komið til landsins í sumar og hugsanlegt …
Tveir ísbirnir hafa komið til landsins í sumar og hugsanlegt er að fleiri séu hér.

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar og lög­regl­an á Vest­fjörðum er nú að kanna hvort ís­birn­ir séu á Horn­strönd­um. Hóp­ur göngu­manna taldi sig hafa séð tvo ís­birni í Skála­kambi við Hæla­vík í kvöld.

Göngu­menn­irn­ir sáu tvo hvíta bletti í fjall­inu, sem voru horfn­ir þegar þeir komu þangað aft­ur nokkru síðar.

Að sögn Land­helg­is­gæsl­unn­ar kom beiðni um aðstoð þangað um klukk­an 21:30 í kvöld og var þyrla með fjög­urra manna áhöfn send á svæðið. Lög­regl­an er þarna einnig á báti.

Haft var eft­ir Krist­ínu Völ­und­ar­dótt­ur, sýslu­manni Ísa­fjarðar­sýslu, í frétt­um Útvarps­ins, að nokkr­ir göngu­hóp­ar hafa verið á Hæla­vík­ur­svæðinu í dag en þeir séu all­ir komn­ir í hús utan einn og reynt sé að ná í hann. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert