Þykknar upp vestantil í dag

Gert er ráð fyrir hægri sunnan- og suðvestanátt og léttskýjuðu á landinu  norðan- og austanverðu í dag og að hiti verði allt að 15 til 20 stig. Vestantil þykknar smám saman upp, þar verður suðaustan 10-15 metrar á sekúndu og fer að rigna sunnanlands og vestan undir kvöldið. Einnig verður lítilsháttar væta norðan og austanlands um tíma í nótt.

Á morgun er spáð ákveðinni suðauastanátt, sums staðar 10-15 m/s með talsverðri rigningu um sunnanvert landið og eins rigningu með köflum norðan- og norðaustanlands. Þar verður hiti 14 til 18 stig, en 10 til 13 syðra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert