Ætluðu til Reykjavíkur - lentu í Rijeka

Sænsk hjón, sem ætluðu á ráðstefnu á Íslandi, urðu frek­ar hissa þegar þau voru send í vega­bréfa­skoðun á Gardemoen­flug­velli í Ósló þaðan sem þau ætluðu að fljúga til Íslands. Í ljós kom að þau höfðu bókað flug til Rij­eka í Króa­tíu og þangað fóru þau.

Åke Johann­es­son, sem býr í Tors­by í Vermalandi í Svíþjóð, seg­ir í sam­tali við sænska út­varpið, að hann hefði bókað flugið á net­inu. Þegar nafnið Rij­eka kom upp í net­leit hélt hann að það væri stytt­ing á Reykja­vík og bókaði því flug þangað. Síðan pantaði hann hót­el í Reykja­vík og greiddi fyr­ir. Þau hjón­in óku síðan til Ósló­ar og skráðu sig inn í flugið.

„Við vor­um síðan send í vega­bréfa­skoðun og fannst það ein­kenni­legt þar sem Ísland er nú eitt af Norður­lönd­un­um. Kon­an slapp þar í gegn en ég var spurður hvað ég ætlaði að gera í Króa­tíu" sagði Johann­essen við SR.

„Hvað get­ur maður gert þegar maður stend­ur á flug­vell­in­um og flug­vél­in er að fara eft­ir tutt­ugu og fimm mín­út­ur?" bætti hann við og þau hjón­in fóru til Rieka­flug­vall­ar, sem raun­ar er á eyj­unni Krk við strönd Adría­hafs­ins og er aðeins op­inn í 100 daga á ári.

Johann­essen var með 66 þúsund ís­lensk­ar krón­ur í vas­an­um. „Gátuð þið notað ís­lenska pen­inga í Króa­tíu?" spurði fréttamaður­inn for­vit­inn en Johann­essen sagði þegar komið var til Rij­eka hafi þeim verið út­vegað hót­el og ann­ar viður­gjörn­ing­ur. Þá fengu þau hót­elið á Íslandi end­ur­greitt. „Það var tals­vert hlegið að þessu," sagði hann, „en það bjarg­ast allt, eins og við segj­um í Vermalandi."

Viðtalið við Johann­essen

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert