„Allt fer friðsamlega fram"

Hluti mótmælenda hefur hlekkjað sig saman og liggur á götunni …
Hluti mótmælenda hefur hlekkjað sig saman og liggur á götunni en aðrir hafa komið sér fyrir á einskonar stultum á veginum. mynd/Edit Ómarsdóttir

„Þetta hefur engin stórtæk áhrif á starfsemina hér, en þetta fer allt friðsamlega fram," segir vakthafandi lögreglumaður, sem er staddur við verksmiðju Járnblendifélagsins á Grundartanga.  

Um 20 félagar í samtökunum Saving Iceland samtakanna hlekkjuðu sig saman fyrir tæpum tveim stundum, mynduðu mennskan vegartálma og lokuðu veginum niður að Grundartanga. 

Lögregla frá Borgarnesi og Akranesi er á staðnum og fylgjast með gangi máli.  Að sögn lögreglu er ekki mikið um umferð á svæðinu.

,,Við mótmælum umhverfistengdum og heilsufarslegum afleiðingum námugraftar og súrálsframleiðslu Century á Jamaíka og áætlunum fyrirtækisins um nýtt álver og súrálsverksmiðju í Vestur Kongó. Fyrirhugaðar stækkanir Norðuráls og Elkem hér á landi munu leiða af sér eyðileggingu einstakra jarðhitasvæða og einnig hafa í för með sér losun gífurlegs magns gróðurhúsalofttegunda," segir Miriam Rose frá Saving Iceland í tilkynningu frá samtökunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert