Berta kemur til landsins

Leifar fellibyljarins Bertu nálgast Ísland og er gert ráð fyrir að hann fari yfir landið í dag.

Slíkar leifar eru oftast orðnar að kröppum lægðum þegar þær eru komnar þetta norðarlega og fylgir þeim þá oft mikil úrkoma og hvass vindur. Líklegt er að landsmenn fái að kenna á því í dag, því samkvæmt Veðurstofunni koma leifarnar þá upp að suðurströndinni og halda norður yfir landið og þaðan norður yfir haf. Talið er að lægðin geti verið um 990 millibör í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hafa mörg illviðri á Íslandi síðustu áratugina verið leifar fellibylja. Þær komi á þessum árstíma og fram eftir hausti. Gert er ráð fyrir sunnan og suðaustanátt í dag með talsverðri rigningu sunnanlands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert