Ekki útlit fyrir að þing verði kallað saman

Sturla Böðvarsson forseti Alþingis.
Sturla Böðvarsson forseti Alþingis. mbl.is

Sturla Böðvars­son, for­seti Alþing­is, seg­ist enn ekki hafa haft tæki­færi til að kynna sér al­menni­lega rök þing­flokks VG fyr­ir því að Alþingi komi sam­an þegar að lok­inni versl­un­ar­manna­helgi til að fjalla um stöðu og horf­ur í efna­hags- og at­vinnu­mál­um. Hann seg­ist þó ekki sjá það fyr­ir að það verði gert. 

„Það ligg­ur fyr­ir að þingið muni koma sam­an 1. sept­em­ber og úr því sem komið er geri ég ekki ráð fyr­ir að ástæða verði tal­in til að kalla það sam­an fyrr" sagði hann er blaðamaður mbl.is ræddi við hann í dag. „Menn hafa bara þeim mun betri tíma til að und­ir­búa sig."

Sturla seg­ir ljóst að ástandið í efna­hags­mál­um verði rætt á haustþing­inu, sem standa mun í tvær vik­ur. Hann geri ráð fyr­ir að það verði bæði rætt í ut­andag­skrárum­ræðum og fyr­ir­spurn­ar­tím­um sam­hliða því sem önn­ur mál sem liggja fyr­ir þing­inu verði af­greidd.

Þá seg­ir hann hugs­an­legt að nefnd­ir þings­ins verði kallaðar sam­an fyrr en ráð hafi verið gert fyr­ir og að þær hafi þá kost á að kalla ráðherra og sér­fræðinga á sinn fund. Það sé reynd­ar nefnd­ar­hlé í júlí­mánuði en hugs­an­legt sé að rjúfa það telji menn brýna nauðsyn til.  

Þing­flokk­ur hef­ur sent for­sæt­is­ráðherra, for­seta Alþing­is og for­mönn­um fjár­laga­nefnd­ar og efna­hags- og skatta­nefnd­ar bréf þar sem farið er fram á Alþingi komi sam­an þegar að lok­inni versl­un­ar­manna­helgi til að fjalla um stöðu og horf­ur í efna­hags- og at­vinnu­mál­um.

Flokk­ur­inn legg­ur jafn­framt til að fjár­laga­nefnd og efna­hags- og skatta­nefnd komi þegar sam­an til sam­eig­in­legra fundi og boði til sín helstu sér­fræðinga á sviði rík­is­fjár­mála og efna­hags­mála sem og aðila vinnu­markaðar­ins og helstu hags­muna­sam­tök.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert