Eldsneytisverð hækkaði um helgina

Olíufélögin hækkuðu öll eldsneytisverð um helgina. Hjá stóru olíufélögunum þremur hækkaði lítraverð um 3 krónur. Er algengt verð á bensínlítra nú 173,60 krónur í sjálfsafgreiðslu og verð á dísilolíu er 191,60 krónur.

Olíufélögin lækkuðu verð tvívegis undir lok síðustu viku, fyrst um 1,20 krónur lítrann og síðan 5 krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert