Landsbankinn sameinar útibú

Útibú Landsbankans við Háaleitisbraut í Reykjavík og Hamraborg í Kópavogi hafa verið sameinuð. Fyrsti starfsdagur í sameinuðu útibúi, sem er til húsa í Hamraborg 8, er í dag. Bankinn segir, að ekki komi til neinna uppsagna í tengslum við sameininguna.

Tveir útibússtjórar stýra sameinuðu útibúi í Hamraborginni. Margrét Gísladóttir hefur yfirumsjón með einstaklingsviðskiptum og Yngvi Óðinn Guðmundsson með viðskiptum við fyrirtæki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka