Leitað að fornleifum

Vonast er til þess að sjálfur uppgröfturinn geti hafist í …
Vonast er til þess að sjálfur uppgröfturinn geti hafist í næstu viku. mbl.is/Árni Sæberg

Verið er að undirbúa fornleifauppgröft við Austurstræti. Að sögn Mjallar Snæsdóttur fornleifafræðings eru vinnuvélar að fjarlægja möl og steinsteypu en að því loknu taka fornleifafræðingarnir til starfa með skóflur og bursta að vopni.

Á svæðinu gætu fundist leifar frá því kaupstaðurinn byggðist á 18. og 19. öld en hluti svæðisins, sem lá undir húsi, hefur legið óraskaður síðustu 200 árin. Finnist byggingaleifar verða þær kortlagðar og fjarlægðar í réttri röð. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert