Mótmælum Saving Iceland samtakanna á Grundartanga lauk fyrir skömmu að sögn lögreglunnar í Borgarnesi og hafa allir yfirgefið svæðið. Að sögn lögreglu verður farið yfir málið og í ljós kemur hvort ástæða þykir að kæra þátttakendur aðgerðanna.
Um 20 félagar í samtökunum Saving Iceland samtakanna hlekkjuðu sig saman um hálf þrjú leytið í dag, og lokuðu veginum niður að Grundartanga.
Með aðgerðunum vilja samtökin m.a mótmæla umhverfistengdum og heilsufarslegum afleiðingum námugraftar og súrálsframleiðslu Century á Jamaíka og áætlunum fyrirtækisins um nýtt álver og súrálsverksmiðju í Vestur Kongó. Century rekur álverið á Grundartanga. Saving Iceland stöðvaði vinnu á fyrirhuguðu álveri Norðuráls í Helguvík síðastliðin laugardag.