Nær samfelld röð í bæinn

Nær sam­felld bílaröð var frá Sel­fossi til Reykja­vík­ur síðdeg­is í gær og þung um­ferð var einnig frá Vest­ur­landi til höfuðborg­ar­inn­ar, að sögn lög­regl­unn­ar. Um­ferðin gekk frem­ur hægt en stór­áfalla­laust.

Lög­reglu­menn á bif­hjól­um voru bæði á Suður­lands­vegi og Vest­ur­lands­vegi og tóku á því sem upp kom. Nokk­ur dæmi voru um framúrakst­ur við væg­ast sagt hæpn­ar aðstæður og var reynt að koma viti fyr­ir þá öku­menn. Lög­regl­an vildi benda fólki á að fylgi það um­ferðar­hraðanum kom­ist all­ir á leiðar­enda að lok­um.

Sam­kvæmt teljurum Vega­gerðar­inn­ar var um­ferð um Sand­skeið í há­marki frá kl. 15 til 20 í gær. Mest fóru þar um ná­lægt 250 bíl­ar á 10 mín­út­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert