Synda ekki boðsund yfir Ermarsund

Íslenska sjósundslandsliðið.
Íslenska sjósundslandsliðið.

Íslenska sjósundslandsliðið mun ekki synda yfir Ermarsundið líkt og stefnt hafði verið að, en það hugðist synda boðsund. Veðrið hefur verið hópnum óhagstætt og nú er tími þeirra til að synda yfir sundið útrunninn. Benedikti Hjartarsyni sundkappa tókst hins vegar, fyrstur Íslendinga, að synda yfir sundið í síðustu viku.

Fram kemur á vefsíðu sjósundslandsliðsins að sundréttur liðsins hafi runnið út á laugardag. „Við héldum í vonina að geta samið um að fara á mánudeginum en það gengur ekki upp,“ segir á heimasíðu sjósundslandsliðsins.

„Þessi orusta er töpuð en stríðið er ekki búið. Við töpuðum henni vegna þess að við komust aldrei sjálf í orustuna. Við ráðum ekki við bilaða vél, sjólag og veðurfar,“ segir ennfremur á síðunni.

Heimasíða landsliðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert