Talsverð rigning síðdegis

Veðurstofan spáir sunnan og síðar suðaustanátt á landinu 5-10 m/s framan af degi, en 10-15 síðdegis. Lítilsháttar væta í fyrstu, en talsverð rigning þegar líður á daginn, einkum sunnantil. Snýst í vestan og norðvestan átt í fyrramálið 8-13 m/s og áfram rigning eða súld í flestum landshlutum, en styttir upp austan- og suðaustanlands á morgun. Hiti 11 til 19 stig, einna hlýjast norðanlands og austan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert