Þjófar á ferð í borginni

Fingra­lang­ir ein­stak­ling­ar hafa látið að sér kveða í borg­inni í dag og í nótt, en alls hef­ur lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu borist fjór­ar til­kynn­ing­ar um inn­brot eða til­raun til þjófnaðar í morg­un.

Brot­ist var inn í vinnu­skúr á ný­bygg­ing­ar­svæði í Reykja­vík og var vinnufatnaði og verk­fær­um stolið. Þá fóru þjóf­ar einnig inn í bif­reið og bíl­skúr í borg­inni.

Að sögn lög­reglu kom íbúi í Rauðagerði í Reykja­vík að manni þar sem hann gerði sig lík­leg­an til að stela gaskúti sem var tengd­ur við gasgrill í garði. Þjóf­ur­inn tók til fót­anna þegar hann varð var við mann­inn og mistókst því ætl­un­ar­verk sitt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert