Vilja að Alþingi verði kallað saman

Alþingishúsið.
Alþingishúsið. Árvakur/Golli

Þing­flokk­ur VG hef­ur sent for­sæt­is­ráðherra, for­seta Alþing­is og for­mönn­um fjár­laga­nefnd­ar og efna­hags- og skatta­nefnd­ar bréf þess efn­is að Alþingi komi sam­an þegar að lok­inni versl­un­ar­manna­helgi til að fjalla um stöðu og horf­ur í efna­hags- og at­vinnu­mál­um.

Flokk­ur­inn legg­ur jafn­framt til að fjár­laga­nefnd og efna­hags- og skatta­nefnd komi þegar sam­an til sam­eig­in­legra fundi og boði til sín helstu sér­fræðinga á sviði rík­is­fjár­mála og efna­hags­mála sem og aðila vinnu­markaðar­ins og helstu hags­muna­sam­tök. Þetta starf nefnd­anna verði til und­ir­bún­ings um­fjöll­un­ar Alþing­is um stöðu mála í byrj­un ág­úst­mánaðar.

Í álykt­un, sem flokk­ur­inn hef­ur samþykkt seg­ir m.a., að ræða þurfi um hvað væn­leg­ast sé að gera til að verja þjóðarbúið frek­ari áföll­um, hefja end­ur­reisn í þjóðarbú­skapn­um og end­ur­heimta efna­hags­leg­an stöðug­leika.


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert