„Það eru auðvitað mikil tímamót að það komi upp í fyrsta skipti í mjög langan tíma, að fangageymslur lögreglu skuli vera tómar aðfaranótt laugardags,“ segir Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri í Reykjavík, en helgin var óvenjutíðindalítil hjá lögreglunni.
„Ég held að þetta sé mjög gott dæmi um það að okkar átak í miðborginni, ekki síst í öryggismálum, sé að skila árangri,“ segir Ólafur.