Forseti Íslands til Kína

Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson.
Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Eggert

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur þegið boð Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og forseta Kína Hu Jintao um að sækja Ólympíuleikana sem verða haldnir í Peking í næsta mánuði. Að því loknu heldur hann til Bangladess til að sitja ráðstefnu um umhverfisbreytingar. 

Ólafur Ragnar mun koma til Kína 21. ágúst, vera viðstaddur lokahátíð leikanna 24. ágúst, fylgjast með keppnisgreinum og heimsækja íslenska íþróttafólkið. Forsetinn er verndari Íþrótta- og ólympíusambandsins.

Frá Kína heldur forsetinn til Dakka höfuðborgar Bangladess þar sem hann verður Iajuddin Ahmed, forseta landsins, ræðumaður á alþjóðlegu þingi um loftslagsbreytingar, gróðurfar og hækkun sjávarborðs. Þingið sækir fjöldi vísindamanna, sérfræðinga og áhrifafólks í alþjóðlegri stefnumótun. Íslenskir sérfræðingar og vísindamenn verða á meðal þátttakenda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert