Miklar vegaframkvæmdir á Norðausturlandi

Dettifoss.
Dettifoss. mbl.is/Loftmyndir ehf.

Viðamiklar vegaframkvæmdir standa nú yfir á Norðausturlandi og fleiri eru í bígerð. Helstu verkefnin eru nýr vegur yfir Melrakkasléttu, nýr vegarkafli milli Vopnafjarðar og Hringvegar og á Hringvegi við Arnórsstaðamúla og hafist verður handa við nýjan Dettifossveg vestan Jökulsár á Fjöllum.

Samgönguráðuneytið segir að stærsta verkið, sem komið sé  í gang, sé nýr vegur um Hólaheiði, nokkru norðan við núverandi veg um Öxarfjarðarheiði og ný tenging hans við Raufarhöfn. Alls er framkvæmdin nýbygging á um 56 km vegi milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar um Hólaheiði og Hófaskarð, með tengingu til Raufarhafnar.

Vegurinn verður hluti af Norðausturvegi nr. 85. Verkinu er skipt í þrjá áfanga. Sá fyrsti er bygging vegar milli Katastaða rétt sunnan Kópaskers og Norðausturvegar ofan við Kollavík. Annar áfanginn er vegagerð milli Fjallgarðsmela við Kollavík og Sævarlands við Þistilfjörð og sá þriðji er nýr vegur milli nýja vegarins um Hólaheiði og að Norðausturvegi nokkru sunnan við Raufarhöfn.

Vefur samgönguráðuneytisins 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert