Gefst aldrei upp

00:00
00:00

Miriam Rose er ekki hætt að berj­ast gegn virkj­un­um og stóriðju á Íslandi þótt henni hafi verið um tíma í fyrra hótað brottrekstri úr landi fyr­ir að ráðast gegn grunn­gild­um sam­fé­lags­ins. 

Miriam seg­ist ekki hrædd við að taka þátt í frek­ari aðgerðum á veg­um sam­tak­anna Sa­ving Ice­land enda hafi brott­vís­un­in á sín­um tíma verið hneyksli á Íslandi. Hún seg­ist hafa reynt að leiða fólki það fyr­ir sjón­ir að bar­átta sam­tak­anna sé eðli­leg og það sé rangt að hóta fólki brottrekstri úr landi ef það nýti sér tján­inga­frelsi sitt. Hún seg­ir að sú staðreynd að fallið hafi verið frá brott­vís­un­inni bendi til þess að Útlend­inga­stofn­un hafi í raun viður­kennt að það sé ekki hægt að vísa fólki úr landi á þess­um for­send­um.

Fram kom í fjöl­miðlum í fyrra að Miriam Rose hefði í bréfi til Útlend­inga­stofn­un­ar lofað því að taka ekki þátt í frek­ari aðgerðum sem gætu tal­ist ólög­leg­ar eða flokk­ast und­ir borg­ara­lega óhlýðni á Íslandi. Þetta seg­ir hún alrangt. Í bréfi til stofn­un­ar­inn­ar hafi hún sagst ætla að setj­ast að á Íslandi og auðvitað ætli hún ekki að vera hlekkjuð við vinnu­vél­ar árið um kring. Bar­átt­an fyr­ir betra lífi á jörðinni sé hins­veg­ar henn­ar ástríða og þannig hafi það verið frá því hún var barn. Hún sé ekki að fara að hætta henni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert