Moldrok úr lónsstæðinu

Töluvert uppfok var af strönd Hálslóns við Kárahnjúka á sunnudag, settist það á bíla og hamlaði skyggni. Hætta er á moldroki úr lónsstæðinu í nokkrar vikur á hverju sumri en fokið er þó yfirleitt lítil viðbót við moldrok sem verður úr farvegi Jökulsár á Fjöllum uppi við jökul og getur lagst yfir byggð.

Uppfokið sem myndar moldrokið verður vegna fíns jökulleirs sem situr á strönd Hálslóns á vorin, eftir að ísinn bráðnar af. Yfirborð lónsins lækkar um tugi metra yfir veturinn. Verða þar sömu skilyrði og víða á aurum jökulfljóta og valda moldroki á hálendinu.

Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi Kárahnjúkavirkjunar, segir að uppfokið frá Hálslóni bætist yfirleitt við moldrokið frá Jökulsá á Fjöllum. Síðastliðinn sunnudag hafi hins vegar verið hrein sunnanátt og því hafi staðbundið moldrok sem varð á svæðinu þann dag eingöngu verið úr lónsstæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert