Moldrok úr lónsstæðinu

Tölu­vert upp­fok var af strönd Hálslóns við Kára­hnjúka á sunnu­dag, sett­ist það á bíla og hamlaði skyggni. Hætta er á mold­roki úr lóns­stæðinu í nokkr­ar vik­ur á hverju sumri en fokið er þó yf­ir­leitt lít­il viðbót við mold­rok sem verður úr far­vegi Jök­uls­ár á Fjöll­um uppi við jök­ul og get­ur lagst yfir byggð.

Upp­fokið sem mynd­ar mold­rokið verður vegna fíns jök­ul­leirs sem sit­ur á strönd Hálslóns á vor­in, eft­ir að ís­inn bráðnar af. Yf­ir­borð lóns­ins lækk­ar um tugi metra yfir vet­ur­inn. Verða þar sömu skil­yrði og víða á aur­um jök­ulfljóta og valda mold­roki á há­lend­inu.

Sig­urður Arn­alds, upp­lýs­inga­full­trúi Kára­hnjúka­virkj­un­ar, seg­ir að upp­fokið frá Hálslóni bæt­ist yf­ir­leitt við mold­rokið frá Jök­ulsá á Fjöll­um. Síðastliðinn sunnu­dag hafi hins veg­ar verið hrein sunna­nátt og því hafi staðbundið mold­rok sem varð á svæðinu þann dag ein­göngu verið úr lóns­stæðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert