Ekki trúaður á uppsagnir

00:00
00:00

Björg­vin G. Sig­urðsson viðskiptaráðherra seg­ist hafa rætt við for­svars­menn Kaupþings og SPRON og fengið staðfest að eng­ar ákv­arðanir liggi fyr­ir um fjölda­upp­sagn­ir vegna samrun­ans. Banka­mönn­um  hef­ur fækkað um þrjúhundruð á þessu ári.

Morg­un­blaðið seg­ir frá því að banka­starfs­mönn­um fækki um 150 til 200 manns, í kjöl­far þess að Kaupþing yf­ir­taki SPRON samþykki Sam­keppnis­eft­ir­litið yf­ir­tök­una.

Björg­vin seg­ir enn­frem­ur að eig­end­ur hafi tjáð hon­um að það verði kapp­kostað að halda úti báðum fyr­ir­tækj­un­um. Þá hafi þeir sagt að komi til ein­hverra upp­sagna verði það frek­ar sér­fræðing­ar held­ur en al­menn­ir starfs­menn úti­bú­anna sem  ættu erfiðara með að finna sér störf.

Ekki varð telj­an­leg fækk­un í kjöl­far einka­væðing­ar bank­anna en árið 2001 þegar net­ból­an sprakk fækkaði banka­mönn­um um fjög­ur til fimm­hundruð.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert