Segir gjaldtöku koma til greina

„Gjaldtaka kemur vissulega til greina. Við þurfum hins vegar að ná um það niðurstöðu og sátt við fyrirtæki í ferðaþjónustu,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra um mögulega gjaldtöku í þjóðgörðum.

Þórunn segir gjaldtöku réttlætanlega til að takmarka ágang ferðamanna á viðkvæmum svæðum. „Það þarf að ræða það út í hörgul hvernig best sé að framkvæma hana. Gjaldtaka hefur verið eitt af því sem fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa ekki verið tilbúin að ræða.“ Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, telur að gjaldtaka kunni að vera lausn á því að kosta þá þjónustu sem veitt er í þjóðgörðum. Árni hefur einnig fullyrt að Umhverfisstofnun sé undirfjármögnuð. „Það mætti hækka greiðslur til allra stofnana umhverfisráðuneytisins, þar á meðal Umhverfisstofnunar,“ segir Þórunn um staðhæfingu Árna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka