Þungur róður í efnahagslífinu

„Ég held að menn séu ekki bún­ir að átta sig á því hve róður­inn verður þung­ur í vet­ur,“ seg­ir Hösk­uld­ur Ásgeirs­son, for­stjóri fast­eigna­rekstr­ar­fé­lags­ins Nýs­is, um horf­urn­ar í ís­lensku efna­hags­lífi. Ekk­ert bendi til að ástandið muni skána á næst­unni.

„Það tek­ur auðvitað tölu­verðan tíma fyr­ir aðhaldsaðgerðir fyr­ir­tækja að skila ár­angri,“ seg­ir hann, og spá­ir því að margt fólk með þriggja til sex mánaða upp­sagn­ar­frest muni missa vinn­una í haust.

Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins (SA), seg­ir orð Hösk­uld­ar í takt við spá sam­tak­anna. Hann bend­ir á að vext­ir séu háir og aðgang­ur að láns­fé tak­markaður. „Hver vika sem líður er dýr.“ Hann seg­ir að ennþá hafi ekki orðið vart við marg­ar upp­sagn­ir. „En ef aðstæður verða svona áfram versn­ar ástandið jafnt og þétt.“ Sam­kvæmt ný­legri könn­un SA hef­ur tæp­ur þriðjung­ur aðild­ar­fyr­ir­tækja sam­tak­anna þurft að glíma við láns­fjárskort. „Það verður mjög þungt ef þriðjung­ur fyr­ir­tækja er svo veik­ur að þau lenda í veru­leg­um hremm­ing­um,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert