Tóku barn með í hasssöluferð

Hassplötur.
Hassplötur.

Karlmaður og kona á þrítugsaldri var handtekið í nótt í Reykjanesbæ með 180 grömm af hassi í plötum, ætlað til sölu. Fólkið var í bíl  þegar lögreglan hafði afskipti af því og var fjögurra mánaða gamalt barn parsins í bílnum.

Lögreglan á  Suðurnesjum stöðvaði bílinn við reglubundið eftirlit. Karlmaðurinn var þá undir stýri og reyndist hann undir áhrifum vímuefna. Við leit í bílnum fundust síðan hassplöturnar.

Parið, ásamt barninu, gisti fangageymslur lögreglu um nóttina. Voru barnaverndaryfirvöld látin vita í kjölfarið. Málið, sem er nokkuð óvenjulegt, er litið mjög alvarlegum augum af lögreglu. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu.

Samkvæmt upplýsingum frá Barnaverndarstofu er talið forsvaranlegt í ákveðnum tilvikum að börn dvelji hjá móður sinni í fangaklefa. Erfitt sé að skilja ung börn frá móður, sérstaklega ef þau eru á brjósti. Þá séu aðstæður oft þannig að ekki sé hægt kalla út einstaklinga til aðstoðar seint að nóttu til að sinna barninu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert