Um 50 manns tóku þátt í fræðslugöngu um Hellisheiðarsvæðið í gærkvöldi. Gengið var frá Hellisheiðarvirkjun og komið við á Kolviðarhóli og hugað þar að sögu, gróðri og fleiru.
Fram kemur á vef Orkuveitu Reykjavíkur að gengið var upp Hellisskarð og skoðaðar leifar af gamla veginum efst
í brekkunni. Frá skiljustöðinni var síðan gengið á Gígahnjúkinn og
hugað að jarðfræði og endurgerð gíganna sem unnið hefur verið að í
sumar. Að lokum var gengið að borholunum við Reykjarfell en þar er nú
ein öflug hola í blæstri.
Gangan í gærkvöldi var tíunda
fræðsluganga Orkuveitunnar í sumar og skipta þátttakendur orðið
hundruðum. Fjórar göngur eru framundan og má nálgast upplýsingar um þær
á heimasíðu Orkuveitu Reykjavíkur.