Eldsneytisverð hefur lækkað um 2 krónur lítrinn nú síðdegis en Skeljungur reið þar á vaðið. Kostar lítri af bensíni nú að jafnaði 171,70 krónur í sjálfsafgreiðslu á stöðvum stóru olíufélaganna og lítri af dísilolíu 189,60 krónur. Heimsmarkaðsverð á bensíni hefur farið lækkandi undanfarna daga eins og verð á hráolíu, sem hélt áfram að lækka í dag.
Orkan hefur einnig lækkað verð á eldsneyti um 2 krónur lítrann og þar er verðið nú lægst. Þar kostar bensínlítrinn 170,10 krónur og dísilolíulítrinn 188 krónur.