Félagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykktu í atkvæðagreiðslu kjarasamning við fjármálaráðuneytið með 91% greiddra atkvæða. Samningurinn var undirritaður 9. júlí sl. og með honum var boðuðu yfirvinnubanni aflýst, en talið var að það gæti haft mikil áhrif á sjúkrastofnanir.
Alls voru 2074 félagsmenn í Fíh á kjörskrá. Atkvæði greiddu 1317 eða 63,5%. Já sögðu 1198 eða 91%, nei sögðu 119 eða 9%.
Samkvæmt samningnum hækka dagvinnulaun reynds hjúkrunarfræðings um tæp 14%. Nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar hækka um rúm 15%.