Jarðskjálftahrina við Grímsey

Upptök skjálftanna sjást á þessu korti af vef Veðurstofunnar.
Upptök skjálftanna sjást á þessu korti af vef Veðurstofunnar.

Nokkuð öflug jarðskjálftahrina hófst um 16 km austan við Grímsey um kl. 12 í dag. Klukkan 12:36 varð skjálfti af stærðinni 4,1 stig á Richter og klukkan 12:29 varð skjálfti af stærðinni 3,1 stig, að sögn Veðurstofunnar. Nokkrir skjálftar milli 2 og 3 stig að stærð hafa mælst í kjölfarið.

Eftir jarðskjálftann kl. 12:36  dró nokkuð úr virkni á svæðinu. En kl. 13:10 mældist jarðskjálfti af stærðinni 4,3 á sömu slóðum og fannst sá skjálfti m.a. í Svarfaðardal. Stóð harðasta virknin til 13:20.

Enn er nokkur virkni á svæðinu og er grannt fylgst með hvernig virknin þróast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert