Sakar samgönguráðherra um skilningsleysi

Gjábakkavegur
Gjábakkavegur

Fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar sak­ar sam­gönguráðherra um skiln­ings­leysi þegar hann gagn­rýn­ir fyr­ir­hugaðar vega­fram­kvæmd­ir um Gjá­bakka, Teig­skóg og við Detti­foss.

Hann bend­ir á að nú séu uppi a.m.k. þrenn áform, þ.e. Gjá­bakka­veg­ur, veg­ur um Teig­skóg og Detti­foss­veg­ur, þar sem veru­leg­ir nátt­úru­vernd­ar­hags­mun­ir séu í húfi.

„Svo virðist sem sam­gönguráðherra skorti annað hvort skiln­ing á nátt­úru­vernd eða póli­tískt þor til þess að taka til­lit til nátt­úru­vernd­ar­sjón­ar­miða,“ seg­ir Berg­ur.

Fram kem­ur í álykt­un aðal­fund­ar Land­vernd­ar að skorað sé á sam­gönguráðherra að nýr Detti­foss­veg­ur verði lagður sem næst nú­ver­andi vegi en ekki með Jök­ulsá, ör­stutt frá ánni ofan í ham­fara­hlaups­far­vegi henn­ar, eins og útboð Vega­gerðar­inn­ar geri ráð fyr­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert