Saklaust grín eða ferðamannafæla?

Bæklingur Iceland Express.
Bæklingur Iceland Express.

„Hér er húmornum alvarlega misbeitt,“ segir Styrmir Barkarson, íbúi í Reykjanesbæ, um umfjöllun um nokkra bæi landsins í blaði Iceland Express, Express yourself, sem dreift er til farþega.

„Þetta fólk vinnur við landkynningu og á að taka starf sitt alvarlega,“ segir hann.

Keflavík: borg flóttans

Það er umfjöllunin um Keflavík sem fer sérstaklega fyrir brjóstið á Styrmi. Keflavík fær nafnið „borg flóttans“ (e. City of Get Me Out of Here) og er íbúafjöldi ekki tiltekinn heldur tekið fram að íbúum fækki ört. Þá segir að þó flestir heimsæki bæinn vegna flugvallarins sé „í þessu fiskiþorpi hópur einarðra íbúa sem glaðir hafna stórborgarglysinu fyrir „sveitaljóma“ Keflavíkur“.

Styrmir óttast að ferðamenn taki umfjöllunina alvarlega. „Maður veit það bara sem vanur ferðamaður að ferðamenn fara alveg eftir því sem sagt er í svona bæklingum. Og Reykjanesbær á svo mikið í húfi. Við erum rétt við flugvöllinn en það fara allir framhjá okkur,“ segir hann.

Verða nærgætnari næst

„En auðvitað er þetta mjög kaldhæðinn húmor sem á ekki endilega heima í svona blaði,“ segir hún.

Lára bendir á að þó hálft ár sé liðið frá útgáfu blaðsins, sem næst kemur út í september, hafi enginn kvartað vegna málsins.

„Ég er ekki enn farin að skoða efni næsta blaðs en við verðum nærgætnari næst. Ég mun lesa efnið vandlega yfir svo að það fari nú ekki fyrir brjóstið á neinum,“ segir hún.

Í hnotskurn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert