Tekist á um frávísun máls

Sakborningar þegar málið var þingfest fyrr í mánuðinum.
Sakborningar þegar málið var þingfest fyrr í mánuðinum. mbl.is/Árni Sæberg

Málflutningur í máli ákæruvaldsins gegn Jóni Ólafssyni kaupsýslumanni vegna stórfelldra skattalagabrota sem hann er ákærður fyrir fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Jón Ólafsson er ákærður fyrir að telja ekki fram til skatts rúmlega 360 milljónir króna, þar af um tvö hundruð milljónir í tekjuskatt og rúmlega 150 milljónir í fjármagnstekjuskatt. Óljóst er enn hvort Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður fær að vera verjandi Jóns í málinu en hann þarf hugsanlega að bera vitni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert