Vegagerðin hagar sér ekki eins og ríki í ríkinu

Vega­gerðin hag­ar sér ekki eins og ríki í rík­inu seg­ir í til­kynn­ingu sem stofn­un­in hef­ur sent frá sér vegna um­mæla Bergs Sig­urðsson­ar, fram­kvæmda­stjóra Land­vernd­ar, í fjöl­miðlum í dag. Seg­ir Vega­gerðin að því fari fjarri að hún ráðist í fram­kvæmd­ir „sama hvað taut­ar og raul­ar” líkt og Berg­ur haldi fram.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir síðan:

„Ákvarðanir um vegalagn­ingu, til dæm­is varðandi Detti­foss­veg, Lyng­dals­heiðar­veg og Vest­fjarðaveg um Teigs­skóg, eru ekki tekn­ar að óat­huguðu máli eins og stund­um mætti ætla af umræðunni. Í öll­um þess­um til­vik­um hef­ur farið fram ít­ar­legt mat og skoðun á mögu­leg­um veg­lín­um. Vega­gerðin legg­ur fram mögu­leik­ana og mæl­ir gjarn­an með ein­um um­fram ann­an. Mat á um­hverf­isáhrif­um fer fram þar sem farið er yfir þá þætti er snúa að um­hverf­inu og nátt­úr­unni. Skipu­lags­yf­ir­völd, þ.e. sveit­ar­stjórn­ir, taka síðan ákvörðun um skipu­lag og þar með talda veg­lín­una og gefa út fram­kvæmda­leyfi. Allt þetta ferli tek­ur gjarn­an nokk­ur ár og síðan bæt­ast við samn­ing­ar við land­eig­end­ur.

Vega­gerðin tek­ur þannig ekki ákvörðun­ina um hvaða leið verður end­an­lega fyr­ir val­inu þótt Vega­gerðin færi rök fyr­ir því af­hverju hún telji einn kost öðrum betri. Má til dæm­is varðandi Detti­foss­veg nefna að árið 2001 var stofnaður sam­ráðshóp­ur sem í áttu sæti full­trú­ar sveit­ar­fé­laga, Nátt­úru­vernd­ar rík­is­ins, Ferðamálaráðs og Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar auk Vega­gerðar­inn­ar sem komst að þeirri sam­eig­in­legu niður­stöðu síðla árs 2002 að legga veg­inn vest­an Jök­uls­ár.

Vega­gerðin verður í mati sínu þess utan að taka til­lit til allra þátta ekki ein­ung­is eins þátt­ar. Enda er mark­mið Vega­gerðar­inn­ar:
„Að þróa og sjá um vega­kerfið á sem hag­kvæm­ast­an hátt með þarf­ir sam­fé­lags­ins, ör­yggi veg­far­enda og um­hverf­is­sjón­ar­mið að leiðarljósi.”
Með þessu er átt við að sam­göng­ur séu trygg­ar allt árið með eins litl­um til­kostnaði og eins mikl­um þæg­ind­um og hægt er fyr­ir veg­far­end­ur. Sér­stök áhersla er lögð á sam­göng­ur inn­an þjón­ustu­svæða og að leiðar­vís­un sé eins skil­merki­leg og frek­ast er kost­ur. Við gerð vega og viðhald þeirra er lögð sér­stök áhersla á að slys verði sem fæst á veg­far­end­um ekki síst hinum óvarða eða gang­andi veg­far­anda. Reynt er að taka sem mest til­lit til óska veg­far­enda og að sam­búð veg­ar og um­ferðar við um­hverfi og íbúa sé sem best. Sér­stak­lega er reynt að hafa meng­un eins litla og hægt er og sýna nátt­úru og minj­um til­lit­semi."


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert