Allsnakinn á Esjunni í 600 metra hæð

Lög­regl­an í Reykja­vík fékk laust fyr­ir há­degi til­kynn­ingu um að karl­maður væri allsnak­inn á göngu í Esju­hlíðum í um 600 metra hæð á upp­leið. Útvarpið hafði eft­ir sjón­ar­votti, að maður­inn hefði meira að segja verið sokka­laus.

Spor­hund­ar aðstoða nú lög­reglu- og björg­un­ar­sveit­ar­menn við að leita að mann­in­um. Lög­regl­an tel­ur sig vita hver sé þarna á ferðinni, en hann er sagður vera á þrítugs­aldri.

Tvær kon­ur sem voru að ganga Esj­una mættu mann­in­um í um 600 metra hæð og létu lög­reglu vita.

Að sögn Slysa­varn­ar­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar er svartaþoka á Esj­unni og leit­ar­skil­yrði erfið.

Til baka

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka