Bensínverð úr takti við heimsmarkaðsverð?

Tonn af 95 okt­ana blý­lausu bens­íni kostaði á markaði í Rotter­dam 1028 dali á þriðju­dag. Þá hafði það lækkað um tæpa 155 dali, 13%, frá því að hæsta verð mánaðar­ins náðist á mánu­dag í síðustu viku, hinn 14. júlí. Sama dag var hæsta heims­markaðsverð á hrá­ol­íu skráð en í viðskipt­um inn­an dags fór fatið af hrá­ol­íu upp fyr­ir 147 dali. Á þriðju­dag var dags­loka­verð á hrá­ol­íu um 128 dal­ir, 12% lægra en dags­loka­verð 14. júlí, sem var 145,2 dal­ir.

Þrátt fyr­ir þetta hef­ur verð á 95 okt­ana bens­íni í sjálfsaf­greiðslu hér­lend­is aðeins lækkað um 5 krón­ur síðan 14. júlí miðað við upp­lýs­ing­ar á vef Skelj­ungs, sem eitt ís­lensku olíu­fé­lag­anna býður upp á sögu­leg­ar verðupp­lýs­ing­ar á vefn­um. Fimm króna lækk­un jafn­gild­ir 3% miðað við verðið 14. júlí.

Beðið eft­ir birgðatöl­um

Innt­ur eft­ir því hvort fé­lagið hefði brugðist við verðhækk­un á markaði með verðhækk­un, á meðan beðið væri eft­ir birgðatöl­um seg­ir hann þá spurn­ingu ekki eiga við þar sem verð hækkaði ekki á heims­markaði.

End­ur­spegli heims­markað

Þess er skemmst að minn­ast að þegar Olís hækkaði verð um 6 krón­ur í liðinni viku sagði Samú­el í sam­tali við mbl.is: „Kraf­an er ein­fald­lega sú að út­sölu­verð hér­lend­is end­ur­spegli heims­markaðsverðið og því hækk­ar það og lækk­ar í takt við breyt­ing­ar á heims­markaði.“ Þá hafði heims­markaðsverð á bens­íni hækkað um 85 dali á tonnið að sögn Samú­els.

Í hnot­skurn



Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert