Dólgslæti og dónaskapur

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Borið hef­ur á dólgs­lát­um og dóna­skap í garð starfs­fólks Spal­ar við Hval­fjarðargöng­in. Einkum eru það bíl­stjór­ar með vagna og hjól­hýsi sem skeyta þannig skapi sínu á starfs­fólki.

Á heimasíðu Spal­ar seg­ir að viðskipta­vin­ir fé­lags­ins séu upp til hópa kurt­eis­ir og elsku­leg­ir í alla staði. Þó kæmi það reglu­lega fyr­ir að menn væru illa fyr­ir kallaðir og létu það þá bitna á starfs­fólki Spal­ar, bæði vakt­mönn­um í gjald­skýl­inu og þeim sem svöruðu í síma á skrif­stofu fé­lags­ins á Akra­nesi.

Nokk­ur slík at­vik komu upp í fyrra­sum­ar og hef­ur sag­an end­ur­tekið sig í ár.

Sam­kvæmt Speli eru það einkum bíl­stjór­ar sem rukkaðir eru um viðbót­ar­gjald fyr­ir vagna eða hjól­hýsi sem þeir eru með aft­an í bíl­un­um sín­um sem þannig hegða sér.

Orðbragðið sem sum­ir veg­far­end­ur viðhefðu sé ekki birt­ing­ar­hæft og mæl­ist Spöl­ur til þess að menn dragi djúpt and­ann, bíti í tungu sína og komi sjón­ar­miðum sín­um frek­ar á fram­færi við ráðamenn Spal­ar á Akra­nesi en að skeyta skapi sínu á ágætu starfs­fólki fé­lags­ins.

Vill Spöl­ur mæl­ast til þess að fólk viðhafi al­menna kurt­eisi og dragi fram góða skapið jafn­vel þótt fólk sé ósátt við gjald­skrá fé­lags­ins. Kurt­eisi kosti ekk­ert en sé far­sæl­asta leiðin í mann­leg­um sam­skipt­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert