Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni við Grímsey

Frá Grímsey.
Frá Grímsey. mbl.is

Jarðskjálftavirknin heldur áfram um 14-16 km austan við Grímsey á sömu slóðum og í gær. Nokkuð hefur dregið úr virkninni, en virknin er þó enn nokkuð hviðótt og má búast við að svo verði áfram næstu daga, segir jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Fram kemur að stærstu skjálftarnir í nótt hafi mælst vera um þrír að stærð, en alls hafa verið staðsettir sjálfvirkt yfir 900 jarðskjálftar á svæðinu síðan virknin hófst í hádeginu í gær.

Stærstu jarðskjálftarnir í hrinunni voru 4,7 og 4,8 að stærð klukkan
18:35 og 20:42. Laust fyrir klukkan 8 í morgun hafði orðið 31 jarðskjálfti stærri en 3 á Richter sólarhringana tvo á undan. 

Upplýsingar um jarðskjálfta á vef Veðurstofu Íslands.

Mynd fengin af vef Veðurstofu Íslands.
Mynd fengin af vef Veðurstofu Íslands.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka