Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni við Grímsey

Frá Grímsey.
Frá Grímsey. mbl.is

Jarðskjálfta­virkn­in held­ur áfram um 14-16 km aust­an við Gríms­ey á sömu slóðum og í gær. Nokkuð hef­ur dregið úr virkn­inni, en virkn­in er þó enn nokkuð hviðótt og má bú­ast við að svo verði áfram næstu daga, seg­ir jarðskjálfta­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands.

Fram kem­ur að stærstu skjálft­arn­ir í nótt hafi mælst vera um þrír að stærð, en alls hafa verið staðsett­ir sjálf­virkt yfir 900 jarðskjálft­ar á svæðinu síðan virkn­in hófst í há­deg­inu í gær.

Stærstu jarðskjálft­arn­ir í hrin­unni voru 4,7 og 4,8 að stærð klukk­an
18:35 og 20:42. Laust fyr­ir klukk­an 8 í morg­un hafði orðið 31 jarðskjálfti stærri en 3 á Richter sól­ar­hring­ana tvo á und­an. 

Upp­lýs­ing­ar um jarðskjálfta á vef Veður­stofu Íslands.

Mynd fengin af vef Veðurstofu Íslands.
Mynd feng­in af vef Veður­stofu Íslands.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert